Fundur um niðurstöður í Framhaldskóla Vestmannaeyja í morgun.
Ásgeir Logi Kristjánsson og Jón Sigfússon frá Rannsókn &greiningu fóru yfir niðurstöður skýrslunnar sérstaklega með framhaldsskólanema hér í Vestmannaeyjum í huga. Um 40 manns mættu á þessa úttekt í morgun sem fór fram í Framhaldsskólanaum. Eins og menn muna eflaust þá styrkti skólamálaráð að hluta þessa sértæku úttekt fyrir Vestmannaeyjum ásamt Framhaldsskólanum. Erlingur Richardsson forvarnafulltrúi og starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar hafa unnið náið saman varðandi komu þessara úttektaraðila. Skýrsluna má nálgast á vef Vestmannaeyjabæjar undir Skýrslur og rannsóknir.
Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.