Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun og framtíðarsýn íslenskra ungmenna. Skýrslan mun birtast á vef. mrn. næstu daga. Hún inniheldur rannsóknir meðal nemenda í framhaldsskólum á Íslandi 2004 og 2000.
Menntamálaráðuneytið boðaði til kynningarfundar á fimmtudaginn 8. des. sl. þar sem Álfgeir Logi Kristjánsson og starfsfólk Menntamálaráðuneytisins og Rannsókna og greiningar kynntu helstu niðurstöður rannsóknarinnar "Ungt fólk 2004" Rannsóknin var lögð fyrir nemendur í öllum framhaldsskólum landsins á síðasta ári (29).
Menntamálaráðuneytið hefur staðið fyrir reglubundnum rannsóknum á högum barna og ungmenna síðan 1992 undir heitinu Ungt fólk. Rannsókn og greining hafa verið samstarfsaðili mrn. frá árinu 1999 við þessar rannsóknir. Á fundinum var kynnt staða mála og þróun á tímabilinu 2000 - 2004 meðal framhaldsskólanema. Fundurinn var vel sóttur og fróðlegur og m.a. kom fram að hver skóli getur fengið sérstaka úttekt leiti bæjar/skólayfirvöld eftir því og kváðust starfsmenn Rannsókna og greiningar tilbúnir að koma og kynna niðurstöður hvers skóla væri þess sérstaklega óskað.
Skýrslan mun birtast fljótlega á vef mrn. og væntanlega á vef Rannsóknar og greiningar.
Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.