Fara í efni
18.03.2020 Fréttir

Undirbúningur starfs skóla og annara stofnana bæjarins næstu vikur.

Stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins hefur um helgina unnið að undirbúningi viðbragða við samkomubanninu sem tekið hefur gildi vegna Covid-19 veirunnar

Deildu

Í morgun áttu svo stjórnendur bæjarins fjarfundi með stjórnendum leikskólanna, grunnskólans og tónlistarskólans, íþróttahússins, frístundar og Féló, um skipulagningu skóla- og frístundastarfs meðan á samkomubanni stendur. Umræddir stjórnendur munu svo funda í dag með öðru starfsfólki um frekari útfærslu starfsins á næstu vikum.

Ljóst er að starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins verður með breyttu sniði næstu fjórar vikurnar. Allt skipulag skólahalds og annarar starfsemi sveitarfélagsins miðast að því að fara í einu og öllu eftir fyrirmælum yfirvalda um samkomubann.

Allar íþróttaæfingar falla niður í dag og til og með 23. mars nk., skv. tilmælum Íþróttasambands Íslands. Tíminn verður notaður til að skipuleggja framhaldið.

Allir íbúar eru hvattir til að leita almennra upplýsinga um faraldurinn og viðbrögð við honum inni á www.covid.is – þar er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar sem gilda næstu fjórar vikurnar.

Tilkynning um skólastarf og fyrirkomulag opnunar annarra stofnana bæjarins verður send út síðar í dag.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.