Að þessu sinni koma Birgir Nilsen, Kristín Jóhannsdóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir að undirbúningi hátíðarinnar, sem í ár ber upp á 5. – 8. júlí.
Nú þegar er dagskráin farin að taka á sig mynd. Hátíðin hefst strax á fimmtudeginum með opnun á listsýningum. Margar listsýningar verða þessa helgina. Samsýning vestmannaeyskra ljósmyndara Jón Óskar, Gerður Sigurðar., hönnunarsýning og fl.
Stór torfærukeppni verður á laugardeginum sem og hefðbundin fjölskylduhátíð Sparisjóðsins og Skvísusundsgleðin. Þá er goslokahátíðarlag í smíðum og Urðakettir bjóða sögustundir um lífið í gamla austurbænum.
Aðstandendur hátíðarinnar eru svo sem fyrr opnir fyrir góðum ábendingum um dagskrárliði .
Biggi – Kristín - Margrét