Fara í efni
12.03.2004 Fréttir

Umsóknir um styrki

  Afreks- og viðurkenningarsjóður - Rekstrarstyrkir   Afreks- og viðurkenningarsjóðurÍþrótta- og æskulýðsráð Vestmannaeyja lýsir ef
Deildu
  Afreks- og viðurkenningarsjóður - Rekstrarstyrkir
 
Afreks- og viðurkenningarsjóður
Íþrótta- og æskulýðsráð Vestmannaeyja lýsir eftir umsóknum um styrki úr Afreks- og viðurkenningarsjóði Vestmannaeyja vegna ársins 2003.
Umsóknarfrestur rennur út 25. apríl nk. og ber að skila umsóknum í Ráðhús merkt:  Íþrótta- og æskulýðsráð / Afreks - og viðurkenningarsjóður Vestmannaeyja.

Íþróttafélög rekstrarstyrkur
Íþrótta- og æskulýðsráð auglýsir eftir umsóknum um rekstrarstyrk til íþróttahreyfingarinnar, sbr. samstarfssamning þar um, vegna ársins 2004. Umsóknarfrestur rennur út 25. apríl nk. og ber að skila umsóknum í Ráðhús merkt: Íþrótta- og æskulýðsráð / umsókn um rekstrarstyrk.

Ath. Einungis umsóknir, þar sem reikningar fyrir árið 2003 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2004 fylgja, koma til greina til úthlutunar, aðrar umsóknir verða endursendar.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Reglugerð fyrir Afreks- og viðurkenningarsjóð Vestmannaeyjabæjar

Samstarfssamningur á milli Vestmannaeyjabæjar og Íþróttabandalags Vestmannaeyja og aðildafélag þess