Fara í efni
18.10.2010 Fréttir

Umsóknir um rekstrar- og afreksmannastyrki aðildarfélaga ÍBV

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum um rekstrarstyrk íþróttafélaga fyrir árið 2009 í samráði við Héraðssamband ÍBV til aðildarfélaga þess skv. tillögu Fjölskyldu- og tómstundaráðs.
Deildu
Umsóknarfrestur er til 8. nóvember nk. og ber að skila umsókn í Ráðhús merkt íþróttafulltrúa ásamt umbeðnum fylgiskjölum.
Sérstök áhersla er lögð á að eingöngu iðkendur sem greiddu æfingagjöld fyrir árið 2009 séu skráðir.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ítarlega verður farið yfir iðkendaskrá félagana. Sé um styttri námskeið að ræða skal skrá þau og fjölda þeirra iðkenda sem eingöngu sækja þau í lið 4 í umsókn.
 
Einnig eru meðfylgjandi reglur og eyðublöð varðandi afreksmannastyrki fyrir árið 2010.
Umsóknum um afreksmannastyrki ber að skila í Ráðhús merkt íþróttafulltrúa í síðasta lagi 1. desember nk.
 
 
 
Frekari upplýsingar veitir Arnsteinn Ingi Jóhannesson í síma 694-2456.
 
Kveðja,
Arnsteinn