Allir þeir, sem hafa áætlanir um áhugaverð menningarverkefni eru hvattir til að sækja um styrk til sjóðsins.
Nánari upplýsingar um sjóðinn, sem og ráðleggingar um gerð umsókna veitir Dorothee Lubecki menningarfulltrúi Suðurlands.
Vegna veikinda og samgönguefiðleika verður menningarfulltrúi í þessu undantekningatilfelli með viðtalstíma símleiðis.
Hægt er að hringja í 8967511 fimmtudaginn 9. febrúar kl. 15.00 -17.00 eða
föstudaginn 10. febrúar kl. 10.00 – 12.00
Einnig má panta samtal með SMS í fyrrgreint númer eða á menning@sudurland.is