Fara í efni
10.09.2014 Fréttir

Umsjón með félagslegri heimaþjónustu og dagdvöl

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsjónaraðila með félagslegri heimaþjónustu og dagdvöl á Hraunbúðum.  Um er að ræða 100% stöðu.

Deildu
Verkefni umsjónaraðila er að halda utan um starfsemi félagslegrar heimaþjónustu og dagdvalar aldraðra á Hraunbúðum. Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla einstaklinga til sjálfsbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Dagdvöl er stuðningsúrræði við aldraða sem að staðaldri þurfa stuðning til að geta búið áfram heima.

Næsti yfirmaður er deildarstjóri öldrunarþjónustu.

Óskað er eftir einstaklingi með sjúkraliðamenntun eða sambærilega menntun.

Nánari upplýsingar veitir Sólrún Erla Gunnarsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu solrun@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2000.

Umsóknir og meðfylgjandi upplýsingar skulu berast Fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar, Ráðhúsinu, 900 Vestmannaeyjum í pósti eða tölvupósti fyrir 24. september nk.