Fara í efni
21.10.2009 Fréttir

Umhverfisviðurkenningar 2009

Umhverfis-og skipulagsráð Vestmannaeyja og Rotary veittu umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2009 í lok júlí s.l.
Deildu

 Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegustu fasteignina, fallegasta garðinn, snyrtilegasta fyrirtækið,  snyrtilegustu götuna og endurbætur til fyrirmyndar.

Eftirfarandi fyrirtæki og húseignir voru valdar af umhverfis-og skipulagsráði og Rotaryklúbbi Vestmannaeyja.

 

SNYRTILEGASTA GATAN - Bárustígur
SNYRTILEGASTA FYRIRTÆKI / STOFNUN –  Strandvegur 66
FEGURSTI GARÐURINN – Hólagata 15
SNYRTILEGASTA HÚSEIGNIN OG GARÐUR – Búastaðabraut 12 
ENDURBÆTUR TIL FYRIRMYNDAR – Skólavegur 33

Ráðið þakkar Rotarý fyrir þeirra framlag og óskar handhöfum viðurkenninga til hamingju.