Fara í efni
29.08.2006 Fréttir

Umhverfisviðurkenningar 2006

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja veitti umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2006 þann 29.ágúst 2006. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegustu húseignina, fallegasta garðinn, snyrtilegasta fyrirtækið og snyrtilegustu götun
Deildu
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja veitti umhverfisviðurkenningar fyrir árið 2006 þann 29.ágúst 2006. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar fyrir snyrtilegustu húseignina, fallegasta garðinn, snyrtilegasta fyrirtækið og snyrtilegustu götuna ásamt því að veitt var viðurkenning fyrir endurbætur til fyrirmyndar. Veiting viðurkenninganna var unnin í samvinnu við Rótarý- hreyfinguna í Vestmannaeyjum. Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu húseignina fengu eigendur Höfðavegs 45, fallegasti garðurinn var valinn að Faxastíg 27, viðurkenningu fyrir fyrirmyndar endurbætur fengu eigendur Áss við Kirkjuveg. Snyrtilegasta fyrirtæki árið 2006 var Miðstöðin. Snyrtilegasta gatan var valin Brattagata.
Ráðið þakkar Rotarý fyrir þeirra framlag.