Fara í efni
15.06.2006 Fréttir

Umhverfismál fiskvinnslufyrirtækja í Eyjum

Fundur: Umhverfismál fiskvinnslufyrirtækja í Eyjum Staður: Umhverfis-og framkvæmdasvið, Tangagötu 1. Tími: Fimmtudaginn 15. júní kl: 13:30-15:07
Deildu
  • Fundur: Umhverfismál fiskvinnslufyrirtækja í Eyjum
  • Staður: Umhverfis-og framkvæmdasvið, Tangagötu 1.
  • Tími: Fimmtudaginn 15. júní kl: 13:30-15:07
  • Fyrir hverja: Forsvarsmenn og framleiðslustjóra fiskvinnslufyrirtækja og aðila þeim tengdum.
  • Tilgangur: Aukin umhverfisvitund leiðir til aukins hagræðis fyrir umhverfi og rekstur.
  • Fundartími er háður flugsamgöngum

Vestmannaeyjabær býður forsvarsmönnum fiskvinnslufyrirtækja og tengdum aðilum til fundar um umhverfismál í fiskvinnslufyrirtækjum. Fundurinn verður haldinn á Umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, kl: 13:30-15:07.

Á fundinn koma Stefán Freyr Einarsson Msc.og dr. Árni Geirsson frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta og fjalla um umhverfismál fyrirtækja, með sérstaka áherslu á fiskvinnslufyrirtæki.

Alta hefur talsverða þekkingu og reynslu á þessu sviði og hefur m.a. nýverið haft umsjón með verkefni í Grundarfirði þar sem meistaranemar við alþjóðlega umhverfisstofnun Lundarháskóla unnu úttekt á fráveitu- og úrgangsmálum í sjávarútvegsfyrirtækjum. Verkefnið var unnið fyrir fimm sjávarútvegsfyrirtæki, Grundarfjarðarhöfn og Grundarfjarðarbæ . Á fundinum verður m.a. sagt frá þessu verkefni.

Markmið fundarins er að koma á umræðum milli fyrirtækja og bæjarins í þeirri von að af því spretti samstarf, stuðningur, eða hvatning fyrir alla hlutaðeigandi, eftir því sem við á varðandi þætti sem lúta að umhverfinu, enda eru umhverfismál mikið hagsmunamál bæjarins og fyrirtækja í matvælaframleiðslu.

Rætt verður m.a. um fráveitumál: sorpmál: vatnsnotkun og orkunotkun.

Vinsamlegast sendið áfram til þeirra sem þið teljið eiga erindi á fundinn. Og hafið samband við undirritaðan ef einhverjar spurningar vakna.

Með vinsemd og virðingu

Frosti Gíslason
framkvæmdastjóri Umhverfis-og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar