Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar setti upp umferðargreini við veginn inn í Herjólfsdal, en umferðargreinir telur umferð að viðkomandi götu ásamt hraðamælingum. Umferðargreininum var komið fyrir mánudaginn 27.júlí kl. 11.40 og var tekinn niður miðvikudaginn 5.ágúst kl. 11.40. Á þessum 9 sólarhringum fóru 48.142 ökutæki um veginn inn í Herjólfsdal. Gerir það að meðaltali 5349 ökutæki á sólarhring eða sem svarar 223 á klukkustund. Meðfylgjandi tafla sýnir skiptingu eftir dögum.
Daga skipting á tímabilinu | ||
27.07.09 | 2478 | 5,15% |
28.07.09 | 3678 | 7,64% |
29.07.09 | 6198 | 12,87% |
30.07.09 | 8337 | 17,32% |
31.07.09 | 6291 | 13,07% |
01.08.09 | 5128 | 10,65% |
02.08.09 | 4883 | 10,14% |
03.08.09 | 7054 | 14,65% |
04.08.09 | 3724 | 7,74% |
05.08.09 | 371 | 0,77% |
Samtals fjöldi bíla á tímabilinu | 48142 | 100,00% |
Tekið skal fram að talin er umferð í báðar áttir. Fimmtudaginn 30. júlí fóru 8337 bifreiðar um veginn inn í Herjólfsdal sem gerir 347 bifreiðar á klst. eða nálægt 6 bifreiðum á mínútu allan sólarhringinn.