Fara í efni
05.02.2008 Fréttir

Úlfatíminn - áhugaverður fyrirlestur fyrir foreldra

Úlfatíminn Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur heldur fyrirlestur fyrir foreldra/forráðamenn í fundarsal Hamarsskóla þriðjudaginn 5.febrúar kl.20
Deildu

Úlfatíminn

Gylfi Jón Gylfason sálfræðingur heldur fyrirlestur fyrir foreldra/forráðamenn í fundarsal Hamarsskóla þriðjudaginn 5.febrúar kl.20

Fyrirlesturinn kallar hann ? Úlfatíminn", þar sem hann fjallar um skipulag tímabilsins frá því að börn koma heim úr skóla/leikskóla og þar til þau fara að sofa. Fyrirlesturinn hentar foreldrum allra barna á leik- og grunnskólaaldri.

Vinsamlegast athugið að koma Gylfa Jóns er háð flugi þannig að ef ekki verður flugfært þennan dag verður ekki af fyrirlestrinum.

Foreldrar eru eindregið hvattir til að fjölmenna á þennan fyrirlestur því umræðuefnið er brýnt og fyrirlesarinn þekktur fyrir góða framsetningu.

Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyja