Fara í efni
13.01.2023 Fréttir

Tónlistarskóli Vestmannaeyja auglýsir eftir tónmenntakennara

Tónlistarskóli Vestmannaeyja auglýsir eftir tónmenntakennara tímabundið í um 20-25% starf, fram í byrjun júní.

Deildu

Starfið felst í tónmenntakennslu á yngsta stigi Grunnskóla Vestmannaeyja.

Kennslan fer fram á bilinu frá kl.09:00-13:40.

Starfið er laust frá 1 febrúar eða eftir nánari samkomulagi

Æskilegt er að umsækjendur hafi grunn í tónlistarmenntun og/eða iðkun.

Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og áhuga á að starfa með börnum

Laun eru samkvæmt stéttarfélagi viðkomandi og Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Allar upplýsingar veitir Skólastjóri Tónlistarskólans í síma 6901167 eða á

jarl@vestmannaeyjar.is

Umsóknir óskast sendar á sama netfang

Umsóknarfrestur er til og með 25.janúar 2023

Vestmannaeyjabær hvetur alla áhugasama um að sækja um starfið óháð kyni.