Tillagagn gerir ráð fyrir að landnotkun í Hásteinsgryfju verði breytt í opið svæði til sérstakra nota. Jafnframt verði hverfisverndarsvæðið HV-2 fellt niður á því svæði sem breytir um landnotkun. Einnig er heimilt að nýta grassvæði innan íþróttasvæðis sem tjaldsvæði.
Breytingartillagan er sett fram í greinargerð og á skipulagsuppdrætti. Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 4. maí 2012 til 15. júní 2012. Skipulagið liggur frammi í safnahúsi Ráðshúströð, í anddyri íþróttamiðstöðvar, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl. 12:00 þann 15. júní 2012. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íþrótta-og útivistarsvæðis við Hástein.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 26. apríl 2012 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan felst í meginatriðum í að skipulagssvæðið er stækkað um ca. 100 metra inná svæði sem hefur verið skilgreint sem óbyggt svæði. Á stækkunarsvæði er staðsettur byggingarreitur fyrir 120 herbergja hótel sex hæðum. Jafnframt gerir tillagan ráð fyrir að tjaldsvæði sunnan við Þórsheimil.
Breytingartillagan er sett fram í greinargerð, skipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti. Einnig verður til kynningar matsskýrsla um sjónræn áhrif og tækniskýrsla Veðurstofu Íslands. Tillagan verður auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga á tímabilinu 4. maí 2012 til 15. júní 2012. Skipulagsgögn liggja frammi í safnahúsi Ráðshúströð, í anddyri íþróttamiðstöðvar, hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2. hæð og á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar, www.vestmannaeyjar.is.
Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er til kl. 12:00 þann 15. júní 2012. Skila skal inn athugasemdum til skipulags- og byggingarfulltrúa, Tangagötu 1, 900 Vestmannaeyjum. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
Sigurður Smári Benónýsson,
skipulags- og byggingarfulltrúi.
Mat á hrunhættu - Tækniskýrsla Veðurstofu Íslands