Tilgangurinn er að stuðla að öryggi starfsmanna og lágmarka hættu á að þjónustan rofni.
Fjöldatakmarkanir eru í íþróttahúsi.
Athugið að boðið er upp á vistun leikskólabarna annan hvern dag til þess að mæta skilyrðum samkomubannsins.
Opnunartímar stofnana eru sem hér segir:
| Stofnun | Opnunartímar á starfsstöð |
| Grunnskóli Vestmannaeyja | 4 kennslustundir á dag. Nánara skipulag kemur frá skóla. |
| Víkin 5 ára deild | 7:45-15:30 (sjá nánari útfærslu frá skóla) |
| Kirkjugerði | 7:45-15:30 (sjá nánari útfærslu frá skóla) |
| Sóli | 7:45-15:30 (sjá nánari útfærslu frá skóla) |
| Frístund | 12-15 í Hamarskóla (sjá nánari útfærslu frá skóla) |
| Tónlistarskóli | Óbreytt starfsemi. Hópatímar falla niður |
| Sambýlið | Engar heimsóknir leyfðar |
| Hraunbúðir | Engar heimsóknir leyfðar |
| Heimaey hæfingarstöð | Engar heimsóknir leyfðar |
| Endurvinnslan | Lokuð tímabundið |
| Eldheimar | 13-15 miðvikudaga til sunnudaga |
| Sagnheimar | 13-15 alla virka daga |
| Bókasafn | 13-15 alla virka daga |
| Héraðsskjalasafn | 13-15 alla virka daga |
| Bæjarskrifstofur- Bárustíg 15 | 10-12 alla virka daga |
| Bæjarskrifstofur- Rauðagerði | 10-12 alla virka daga |
| Bæjarskrifstofur- Tæknideild | 10-12 alla virka daga |
| Höfnin | Enginn opnunartími.Vaktsími hafnarvarða 893-0027 |
| Þjónustumiðstöðin | Enginn opnunartími. Símanúmer 488-2500 |
| Féló (félagsmiðstöðin) | Lokað þessa viku vegna flutning og svo endurskoðað |
| Íþróttamiðstöðin | Óbreyttur opnunartími. Breytt starfsemi (útfærsa auglýst) |
| Herjólfshöllin | Takmarkaður aðgangur (16 ára og eldri hafa aðgang) |
| Týsheimilið | Lokað |
Hægt er að beina erindum í gegnum síma á hefðbundnum opnunartímum (dagvinnutíma) eða með tölvupósti á postur@vestmannaeyjar.is. Þeim tilmælum er beint til fólks að beina sem flestum erindum með þeim hætti og takmarka komur á staðinn. Hægt verður að hringja á hefðbundinn hátt í gegnum skiptiborð, s. 488 2000. Ef ekki næst í starfsmann taka þjónustufulltrúar skilaboð.
Hjá nokkrum stofnunum bæjarins hefur verið ákveðið að skipta upp starfsfólki í ninni hópa (þar sem sumir vinna heima og aðrir á vinnustað) til að minnka líkur á að allir veikist á sama tíma og tryggja að þjónustan rofni ekki.
Fjölmennir fundir og viðburðir á vegum bæjarins eru ekki heimilir.
Ákvörðun um skerta opnunartíma stofnana bæjarins á við meðan samkomubann stjórnvalda er í gildi, en ákvörunin endurskoðaðuð reglulega.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri
