Fjarkennslustundir verða hjá hverjum árgangi á sama tíma og kennslustundir hafa verið sl. viku. Kennarar senda nánari upplýsingar um útfærslu á kennslustundunum og því er mikilvægt að fylgjast vel með tilkynningum sem frá þeim koma.
Kennsla verður í Hamarsskóla fyrir nemendur í 1. og 2. bekk sem eiga foreldra/forráðamenn í framlínustörfum og eru þ.a.l. í forgangshópi skv. forgangslista neyðarstigs almannavarna. Þeir nemendur mæta í skólann á sama tíma og undanfarna daga, þ.e. 1. bekkur kl. 9:00 og 2. bekkur kl. 8:30 Niðurstöður er varða úrvinnslukví nemenda í 1.-4. bekk eru væntanlegar í kvöld.
Frístundaver verður opið en eingöngu fyrir nemendur í forgangshópi. Starfsemin verður áfram í Hamarsskóla eins og undanfarna viku.
Starfsemi leikskólanna verður með sama fyrirkomulagi og sl. viku.
Kennsla í Tónlistarskóla verður í formi fjarkennslu eins og kostur er. Kennarar munu hafa samband við sína nemendur.
Þeir foreldrar/forráðamenn sem eru í forgangi og þurfa rýmri tíma í skóla og/eða frístund er bent á að hafa samband við stjórnendur.
Rétt er að árétta að allar umsóknir um forgang eiga að fara í gegnum island.is
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri
Anna Rós Hallgrímsdóttir skólastjóri
