Fara í efni
06.02.2022 Fréttir

Tilkynning frá Vestmannaeyjabæ vegna óveðurs

Vegna spár Veðurstofu Íslands um ofsaveður í nótt og snemma í fyrramálið, þ.e. mánudaginn 7. febrúar, hefur Vestmannaeyjabær í samstarfi við aðgerðastjórn, ákveðið að:

Deildu

Skólahald í Grunnskóla Vestmannaeyja fellur alveg niður.

Stefnt er á að opna Frístundaverið kl. 13:00

Leikskólinn Kirkjugerði, leikskólinn Sóli og fimm ára deildin Víkin opna kl. 12:00 Ekki verður boðið upp á hádegismat í leikskólum á morgun.

Stefnt er að því að opna Íþróttahúsið kl. 8:00 en tilkynning verður send út kl. 7:00 í fyrramálið ef það breytist.

Einnig verðu send út tilkynning í fyrramálið kl. 7:00 varðandi aðrar stofnanir bæjarins ef breyting verður á opnunartíma.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri