Fara í efni
11.04.2012 Fréttir

Tilkynning frá skipulagsráði

Íþrótta-og útivistarsvæðið við Hástein – tillaga af skipulagsbreytingum.
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar verður með opinn kynningarfund þriðjudaginn 24. apríl kl. 17:00 í fundarsal sviðsins að Tangagötu 1. 2h.
Deildu
Kynningarfundur skipulagsmála n.k. þriðjudag
 
STRANDVEGUR 12-14 – NÝTT DEILISKIPULAG
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar verður með opinn kynningarfund þriðjudaginn 17. apríl milli kl. 16:00-17:00 í fundarsal sviðsins að Tangagötu 1. 2h.
Tilefnið er að kynna nýtt deiliskipulag af athafnasvæði Ísfélags Vestmannaeyja Strandvegi 12-14. Hönnuður skipulagstillögunar og skipulagsfulltrúi munu sjá um kynningu og fara yfir fyrirliggjandi gögn.
Hægt er að skoða kynningargögn tillögunar hér, í safnahúsi Ráðshúströð og hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2h.
 
 
ELDHEIMAR, SAFNASVÆÐI VIÐ SUÐURVEG – SKIPULAGSBREYTING
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar verður með opinn kynningarfund þriðjudaginn 17. apríl milli kl. 17:00-18:00 í fundarsal sviðsins að Tangagötu 1. 2h.
Tilefnið er að kynna auglýsta tillögu af breytingu deiliskipulags á safnasvæði Eldheima við Suðurveg. Hönnuður skipulagstillögunar og skipulagsfulltrúi munu sjá um kynningu og fara yfir fyrirliggjandi gögn. 
Hægt er að skoða kynningargögn tillögunar hér, í safnahúsi Ráðshúströð og hjá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangagötu 1, 2h.
 
Nánari upplýsingar gefur skipulags- og byggingarfulltrúi Vestmannaeyja á skrifstofu sinni að
Tangagötu 1. Sími 488-2530
 
 
Virðingarfyllst,
Skipulags- og byggingarfulltrúi