Fara í efni
20.10.2020 Fréttir

Tilkynning frá leikskólum og frístundaveri-ENGLISH VERSION

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna COVID-19 hafa tekið gildi frá og með deginum í dag, þ.e. 20. október, og gilda þær til 10. nóvember að öllu óbreyttu. Fjarlægðarmörk eru nú 2 metrar og reglur eru um grímunotkun ef ekki er hægt að halda þeim fjarlægðarmörkum. Leikskólar og frístundaver hafa brugðist við þessum nýju reglum.

Deildu
Vetur snjór Leikskóli Kirkjugerði

Ætlunin er að taka á móti börnunum úti þegar veður leyfir en að öðru leyti geta foreldrar/forráðamenn komið inn í fataherbergin og skulu þá staldra eins stutt við og kostur er. Þá verða þeir að huga vel að 2 metra reglunni, setja upp grímu ef þeir geta ekki tryggt hana eða bíða úti þar til aðstæður eru betri í fataherberginu. Líkt og áður eru leikskólarnar og frístundaverið lokuð óviðkomandi aðilum. Það er mikilvægt að allir standi saman og virði þessar reglur til að draga úr hættu á smiti sem gæti haft þær afleiðingar að loka þyrfti deildum/kjörnum á leikskólunum.

Stjórnendur í leikskólum og frístundaveri Vestmannaeyjabæjar

ENGLISH VERSION

Announcement regarding the kindergartenschools and the after school program in Hamarsskóli

New restrictons regarding COVID-19 are in place until November the 10th. The required distance between individuals is now 2 meters and masks must be used if the required distance cannot be kept. The children will be met outside if the weather is favorable but parents/guardians can still enter the dressing rooms if necessary for a short period of time. If they do so they must keep the 2 metre distance, use masks if they can‘t keep the 2 meters or wait outside until the situation in the dressing room changes so the 2 meters can be kept. As before the schools are closed to outsiders. It is important for everyone to respect and follow these rules to reduce the risk of COVID-19 infection so that the schools can stay open without having to close any sections.

Directors of kindergartenschools and the after school program in Vestmannaeyjar