Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið á móti börnum í 1. og 2. bekk sem eru í forgangi frá því fjarkennsla hófst 23. mars sl. Foreldrar/forráðmenn sem eru í framlínustörfum og eiga rétt á forgangi hafa þurft að sækja um forgang fyrir börn sín í skóla, leikskóla og frístund í gegnum www.island.is. Skólinn vill, frá og með mánudeginum 30. mars, bjóða þessa þjónustu fyrir nemendur í 1. - 4. bekk sem eiga foreldra í framlínustörfum skv. forgangslista almannavarna. Er þessi ákvörðun tekin í samráði við umdæmislækni sóttvarna. Þurfa foreldrar barna í 3. og 4. bekk þá að sækja um forgang sérstaklega til skólastjóra annaros@grv.is
Þar sem aðstæður í GRV eru enn þannig að margir kennarar og stuðningsfulltrúar eru í sóttkví, er ekki hægt að halda úti skólastarfi á annan hátt en í fjarkennslu til 3. apríl. Fjarkennslan hefur gengið nokkuð vel þessa fyrstu viku. Ýmsar áskoranir sem kennarar, nemendur og foreldrar hafa tekist á við. Við í GRV viljum þakka foreldrum fyrir góða samvinnu og jákvæðni. Við getum gert góða hluti þegar við stöndum saman.
Anna Rós Hallgrímsdóttir
skólastjóri GRV
