Fara í efni
15.04.2010 Fréttir

Tilkynning frá Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja

Spáð er norðan og norðaustan átt síðdegis á morgun, föstudag og má þá búast við öskufalli í Vestmannaeyjum frá eldsumbrotunum í Eyjafjallajökli.
Deildu
Af þessu tilefni beinir Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja þeim tilmælum til búfjáreigenda í Vestmannaeyjum að undirbúa töku búfjár í hús og huga að búfénaður komist ekki í flúormengað vatn.
Þá er búfjáreigendum bent á að leita sér upplýsinga um mengunarhættu á búfénað t.d. á heimasíðu Matvælastofnunar, sjá ; www.mast.is/                og í grein Sigurðar Sigurðssonar dýralæknis sjá : http://www.mast.is/Uploads/document/yd_eydublod/ahrif_eldgosa_a_dyr.pdf        
Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja