Af þessu tilefni ákvað Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja á fundi sínum eftir hádegið í dag að hefja dreifingu á rykgrímum til íbúa í bænum. Grímunum er dreift í dag kl. 17-19 í húsnæði Björgunarfélagsins og einnig á morgun og sunnudag kl. 13-15. Þá er unnt að nálgast grímur á Heilsugæslunni og á lögreglustöð á opnunartíma þessara stofnanna.
Almannavarnarnefndin bendir fólki á að afla sér upplýsinga um áhrif öskufalls á fólk og búfénað á heimasíðu landlæknis og matvælastofnunar. Fólki með öndunarfærasjúkdóma er ráðlagt að halda sig innandyra á meðan ösku gætir í andrúmslofti og í miklu öskufalli er það besta ráðið fyrir alla að vera ekki utandyra að óþörfu til að forðast óþægindi.
Almannavarnarnefnd Vestmannaeyja