Aðgerðastjórn beinir þeim tilmælum til bæjarbúa að gæta vel að eigin smitvörnum og fara eftir fyrirmælum stjórnvalda um sóttvarnir í einu og öllu. Má þar helst nefna tveggja metra regluna. Með því er hægt að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu veirunnar í okkar samfélagi.
Einstaklingum með flensueinkenni er bent á að hafa samband við heilsugæsluna i síma 432-2500 á milli klukkan átta og fjögur en utan þess tíma skal hafa samband við læknavaktina í síma 1700 til að fá tíma í sýnatöku.
F.h. aðgerðastjórnar,
Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðgerðastjóri.
