Þrjú tilboð bárust. 2Þ með lægsta tilboðið í byggingu á nýjum leikskóla. Tæplega 92% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 178.7 milljónir
Klukkan 10 í morgun voru opnuð tilboð í byggingu á nýjum leikskóla á Sólalóðinni að viðstöddum forseta bæjarstjórnar, formanni bæjarráðs og fleiri bæjarfulltrúum. Einnig voru viðstaddir starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs og skólastjórar leikskólanna ásamt Emmu Vidó og Guðrúnu H. Bjarnadóttur sem voru sérstakir starfsmenn fagmanna og sem unnu sérstaklega hluta að útboðslýsingu.
Þrjú tilboð bárust frá fyrirtækjunum Þarfaþingi hf, Steina & Olla ehf. og 2Þ ehf. og var fyrirtækið 2Þ með lægsta tilboðið. Fyrsta tilboðið sem var opnað var frá Þarfaþingi hf. og hljóðaði það upp á 212.240.410 og um 19% yfir kostnaðaráætlun. Næst var opnað tilboð frá Byggingarfyrirtækinu Steina & Olla sem hljóðaði upp á 178.584.604 sem var 99,9% af kostnaðaráætlun. Síðasta tilboðið sem var opnað var frá 2Þ og hljóðaði upp á 164.339.607 sem er 91.97% af kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 178,7 milljónir.
Andrés Sigurvinsson ,framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyja.