Þriðjudaginn 11. apríl s.l. voru opnuð tilboð í þakframkvæmdir o.fl. á húseigninni Eyjahraun 1-6. Tilboð bárust frá fjórum aðilum, þeim Steina og Olla að upphæð 6.382.160.- kr., sem er 93,165% af kostnaðaráætlun, Loga og Ingó sem buðu 6.593.091.- kr., eða 96,244% af kostnaðaráætlun, JR verktökum að upphæð 6.845.350.- kr., 99,926% af áætlun og Eyjatré sem bauð 7.169.025.- kr. sem gerir 104,651% miðað við kostnaðaráætlun. Kostnaðaráætlun fyrir verkið er 6.850.420.- kr..
Umhverfis- og framkvæmdasvið.