Þriðjudaginn 30. maí s.l. voru opnuð tilboð í viðhaldsframkvæmdir á húseigninni Foldahraun 42. Tilboð bárust frá þremur aðilum, þeim Steina og Olla að upphæð 34.529.540.- kr., sem er 104,325% af kostnaðaráætlun, J.R.Verktökum að upphæð 33.325.750.- kr., eða 100,68% af kostnaðaráætlun og Ingólfi Sigurmundssyni sem bauð 46.808.755.- kr., 141,42% af áætlun. Kostnaðaráætlun fyrir verkið er 33.099.650.- kr..
Umhverfis- og framkvæmdasvið.