Fara í efni
25.11.2014 Fréttir

Tilboð í leigu á húsnæðisaðstöðu Íþróttamiðstöðvar

Vestmannaeyjabær sem leigusali óskar eftir tilboðum í leigu á húsnæðisaðstöðu heilsuræktarsals sem tengdur er við sundlaug Íþróttamiðstöðvar, frá og með 1. janúar 2016. 
Deildu

Eftirfarandi skilyrði eru gerð til tilboðsgjafa:

 

·         -þarf að hafa reynslu af rekstri líkamsræktar

·         -þarf að vera með árskort á sanngjörnu verði

·         -þarf að bjóða upp á tæki og tól frá viðurkenndum aðilum

·         -þarf að hafa alla ábyrgð, eftirlit, umsjón og þrif á starfsaðstöðu

·         -þarf að geta sýnt fram á tryggan rekstur með framvísun viðurkenndra ársreikninga auk þess gerir leigusali áskilnað um tryggingar fyrir leigugreiðslum

·         -leigusamningur gildi í 5 ár

 

Innifalið í tilboði skal vera:

 

·         -tilboð í leigu á sal (131,6 fm)

·         -tilboð í umsýslukostnað vegna sölu árskorta

·        -það er skilyrði að hver einstaklingur sem kaupir kort í líkamsrækt greiði aðgang að sundi skv. gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar.

 

 

Við úrvinnslu og mat tilboðsgagna verður hafður til hliðsjónar IV. kafli Innkaupareglna Vestmannaeyjabæjar sem nálgast má á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. http://vestmannaeyjar.is/skrar/file/samthykktir/innkaupareglur_vestmannaeyjabaejar.pdf

 

Rekstur líkamsræktar við sundlaug bæjarins, ábyrgð, eftirlit, umsjón og þrif er sjálfstæður rekstur og að öllu leiti aðskilinn rekstri Vestmannaeyjabæjar.

Tilboðsfrestur er til kl. 12.00 þann 12. desember 2014. Tilboð verða opnuð í fundarsal Ráðhússins kl. 14.00 sama dag.

Tilboðum skal skilað í afgreiðslu Ráðhússins merkt „Tilboð í leigu á húsnæðisaðstöðu Íþróttamiðstöðvar“.

Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar í síma 488 2000 eða jonp@vestmannaeyjar.is