Fara í efni
21.02.2007 Fréttir

Til gjaldenda fasteignagjalda í Vestmannaeyjum

Álagningaseðlar fasteignagjalda vegna ársins 2007 hafa nú loks verið sendir til húseigenda í Vestmannaeyjum. Vegna tæknile
Deildu

Álagningaseðlar fasteignagjalda vegna ársins 2007 hafa nú loks verið sendir til húseigenda í Vestmannaeyjum. Vegna tæknilegra breytinga á álagningakerfi var ekki unnt að senda seðlana fyrr og er beðist velvirðingar á því. Vegna þessa færast gjalddagar og eindagar fram um einn mánuð og var fyrsti gjalddagi því 20. febrúar og sá síðasti verður 15. nóvember 2007. Þeir gjaldendur sem óska þess að greiða gjöldin sín að fullu og njóta 5% staðgreiðsluafsláttar gefst ráðrúm til þess til 9. mars 2007.

Er vonast til þess að greiðendur verði ekki fyrir óþægindum vegna þessa.