Ýmsir skemmtilegir viðburðir hafa átt sér stað en við þurftum að gera hlé í ágúst út af nýrri bylgju af Covid 19 smitum. Við eigum því inni skemmtilega viðburði sem við munum klárlega standa fyrir þegar tækifæri gefst en við erum bjartsýn á að það verði fljótlega.
Það að eldri borgarar þurftu aftur að þola skerðingu á félagsstarfi og samvistum og eins sú óvissa sem framundan er gæti valdið kvíða hjá einhverjum.
Það er eðlilegt að finna fyrir kvíðaeinkennum en á sama tíma er mikilvægt að halda í vonina um betri tíð framundan og finna leiðir til að láta sér líða betur. Við fengum því hann Tómas Kristjánsson sálfræðing hjá Kvíðameðferðarstöðinni til að tala til eldri borgara í Vestmannaeyjum og gefa nokkur góð og uppbyggjandi ráð.
Við hvetjum eldri borgara til að taka frá rólega stund til að hlusta á þennan fyrirlestur. Við hvetjum einnig aðstandendur og starfsfólk sem er í tengslum við eldri borgara sem ekki hafa tileinkað sér tæknina að aðstoða þá við að hlusta á þennan fyrirlestur.
(Myndbandið hefur verið uppfært með skráarsniði sem fleirri vefskoðarar ráða við)
