Fara í efni
06.06.2008 Fréttir

Þróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu

Þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu verða kynnt á fundum um allt land í byrjun júní. Verkefnið er vöruþróunarverkefni sem hefur
Deildu
Þróunarverkefni á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu verða kynnt á fundum um allt land í byrjun júní.
Verkefnið er vöruþróunarverkefni sem hefur það að markmiði að fjölga arðbærum vörum/þjónustu á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu og vinna úr sérkennum staða á sviði menningar.
Verkefnið er til 2ja ára.

Kynningarfundur verður haldinn á Cafe María, 2.hæð þriðjudaginn 10. Júní kl. 13:00-16:00.


Þar fjalla sérfræðingar um menningartengda ferðaþjónustu, vöruþróun og frumkvöðlar í uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu segja frá reynslu sinni, auk þess sem verkefnið verður kynnt ítarlega.

Dagskrá:
1. Kynning á verkefni - Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, Impru á Nýsköpunarmiðstöð

2. Vöruþróunarferlið - Heiður Björnsdóttir, ParX

3. Áfangastaðir í menningartengdri ferðaþjónustu - Háskólinn á Hólum

4. Uppbygging Landnámsseturs - Kjartan Ragnarsson, Landnámssetrinu

5. Spurningar og umræður


Frekari upplýsingar veita: Sigríður Ó. Kristjánsdóttir verkefnastjóri hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð í síma 450-4050 netfang: sirry@nmi.is eða Alda Þrastardóttir, verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu í síma 464-9990, netfang: alda@icetourist.is

Einnig á vefjunum
www.nmi.is og www.ferdamalastofa.is
Fundirnir eru opnir öllum áhugasömum um vöruþróun á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.


Verkefnið er á vegum Iðnaðarráðuneytisins og er unnið af Impru á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofu