Fara í efni
01.12.2022 Fréttir

Þroskaverkefni ellinnar og ný menning í öldrunarþjónustu

Mánudaginn 5. desember kl 14:00 ætlar Sigrún Huld Þorgrímsdóttir að vera með fyrirlestur í Kviku. 

Deildu

Fyrirlesturinn ,,Þroskaverkefni ellinnar“ er fyrirlestur á mannamáli um þær áskoranir sem gjarnan fylgja hækkandi aldri, einkum á félagslegu og á geðrænu sviði. Einnig ætlar hún að kynna bókina sína ,,Ný menning í öldrunarþjónustu“. Sigrún Huld er sérfræðingur í öldrunarhjúkrun með áherslu á geðheilbrigði. Allir eldri borgarar velkomnir. Vonumst til að sjá sem flesta. Þessi fyrirlestur er samvinnuverkefni Vestmannaeyjabæjar og Félags eldri borgara í Vestmannaeyjum.

Kveðja Thelma og Kolla