Fara í efni
17.10.2005 Fréttir

Þriðji fræðslufundurinn í kvöld

Fyrirlesari verður Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á skólaþróunarsviði HA. Mánudaginn 17. október kl. 20.00 verður 3 fræðslufundurinn á vegum verkefnisstjórnar haldinn og verður hann í
Deildu

Fyrirlesari verður Ingibjörg Auðunsdóttir sérfræðingur á skólaþróunarsviði HA. Mánudaginn 17. október kl. 20.00 verður 3 fræðslufundurinn á vegum verkefnisstjórnar haldinn og verður hann í sal Barnaskóla Vestmannaeyja. Umræðuefni: Jákvæð áhrif samstarfs foreldra og skóla á námsárangur og líðan nemenda, viðhorf þeirra til náms og skóla. Sjá nánar hér fyrir neðan.

Ingibjörg Auðunsdóttir er kennsluráðgjafi við skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Hún starfaði sem grunnskólakennari í tæp 20 ár. Frá 1993 hefur Ingibjörg starfað sem kennsluráðgjafi yngri barna og sérkennsluráðgjafi á fræðslu- og skólaskrifstofum á Akureyri en frá árinu 1999 hefur hún unnið við Háskólann á Akureyri. Ingibjörg er að ljúka meistaranámi við HA. Meistaraprófsrannsókn hennar var unnin í Oddeyrarskóla á Akureyri og fjallar um samstarf skóla, fjölskyldna og samfélags. Helstu verkefni Ingibjargar hafa verið umsjón með þróunarverkefnum í grunnskólum um einelti, samstarf skóla og heimila, heimanám og nám nemenda með sérþarfir en Ingibjörg á fjölfatlaðan son og býr að þeirri reynslu. Ingibjörg hefur unnið að málefnum fatlaðra innan Landssamtakanna Þroskahjálpar um árabil. <?xml:namespace prefix = o ns = "urn:schemas-microsoft-com:office:office" />

fjórði í röðinni og síðasti verður haldinn þann 20. október einnig í Barnaskólasalnum og verður umræðuefni þess fundar: Fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsumhverfi sem stuðla að auknum námsárangri og bættri líðan nemenda.

Fyrirlesari verður Guðmundur Engilbertsson, sérfræðingur á skólaþróunarsviði HA.

Hvetjum bæjarbúa til að fjölmenna á fundina.

Andrés Sigurvinsson framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar.