Fimmtudagur 4. janúar
Kl. 21.00 Kaffi kró, Eyjakvöld
Eyjakvöld með Blítt og létt og allir syngja með!
Föstudagur 5. janúar
Kl. 14.00-15.30 Höllin, diskógrímuball Eyverja
Jólasveininn mætir og aðrar fígúrur einnig. Verðlaun verða veitt fyrir búninga og öll börn fá nammipoka frá jólasveininum.
Kl. 19.00 Hin eina sanna Þrettándagleði ÍBV og Íslandsbanka
Flugeldasýning, blysför, álfabrenna, jólasveinar, tröll, tónlist og margt fleira. Gangan hefst við Hánna og gengið verður upp Illugagötu, niður Höfðaveg og að malarvellinum þar sem hinar ýmsu kynjaverur heilsa upp á gesti.
Kl.00.00 Höllin, dansleikur
Þrettándadansleikur með hljómsveitinni Buff. Forsala í Tvistinum.
Laugardagur 6.janúar
Kl. 12.00 - 15.00 Tröllagleði í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja
Fjölskyldan getur komið saman og leikið sér í íþróttasölum undir stjórn Esterar Óskarsdóttur landsliðskonu í handbolta og íþróttafélaganna.
Kl. 12.00-17.00 Langur laugardagur í verslunum
Trölla tilboð og álfa afslættir í gangi hjá verslunum og veitingastöðum!
Kl. 13.00 Einarsstofa, úrval úr ljósmyndasafni Vestmannaeyjabæjar til sýningar.
Kl. 13.00-16.00 Sagnheimar, fjölskylduratleikur Jólakattarins! Frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Klukkan 16 verður dregið í jólagetraun Sagnheima.
Kl. 21.00 Háaloftið, tónleikar
Risatónleikar með Grafík. Húsið opnar kl. 21.00 og tónleikarnir hefjast kl. 22.00. Forsala í Tvistinum.
Sunnudagur 7.janúar
Kl. 13.00 Helgistund í Stafkirkjunni
Sr. Viðar Stefánsson fer með hugvekju.
Hefðbundinn opnunartími á söfnum bæjarins!
Eyjabíó verður með fjölbreyttar bíósýningar fyrir alla aldurshópa alla helgina!