Fara í efni
18.12.2012 Fréttir

Þrettándahátíð álfa og trölla

 Þrettándahátíð álfa og trölla verður helgina 3 – 6. janúar 2013

Deildu
 Hefð er komin fyrir því að gera alla þrettándahelgina að barna og fjölskylduhátíð.  Svo verður einnig 2013.  Strax á fimmtudeginum byrjar dagskráin með opnun á ljómyndasýningu  á vegum Óskars Péturs í safnahúsinu, Eyjakvöldi með Blítt og létt og tónleikum Jóns Jónssonar í Höllinni. 

Grímuball Eyverja er á sínum stað á föstdeginum og á föstudagskvöldinu er svo hin eina sanna þrettandaganga ÍBV og ball um kvöldið með Brimnesi og Eyþóri Inga.

Á laugardeginum verður barna og fjölskylduhátíð i Íþróttamiðstöðinni, söfnin verða öll opin, sem og slökkvistöðin.

Í Safnahúsi verður dagskrá fyrir börnin bæðið á laugardag og sunnudag.

 

Þess má geta að ef veður á föstudeginum er óhagstætt frestast þrettándaganga til laugardags, sem og þrettándaballið.