Margir komu að því að gera 23. janúar fallegan og eftirminnilegan. Sérstakar þakkir fá Vestmannaeyjahöfn, Eimskip, Hitaveita Suðurnesja, hinir fjölmörgu sjálfboðaliðar frá elstu bekkjum Grunnskóla Vestmannaeyja, Friðbjörn Ó. Valtýsson og Björgunarfélag Vestmannaeyja fyrir umsjón með blysum og kyndlum. Helgi Ólafsson stórmeistari, sem lét sér ekki muna um að tefla við um 30 skákmenn á öllum aldri fær einnig miklar þakkir fyrir sitt framlag.
Leikfélagi Vestmannaeyja, Landakirkju, tónlistarfólki, innlendum og erlendum gestum sendum við einnig kærar þakkir fyrir sína aðkomu að dagskránni. Síðast en ekki síst þakkar Goslokanefnd þakka þeim ótalmörgu Vestmannaeyingum sem mættu í gönguna og athafnirnar að minnast með okkur þessara erfiða, sorglega en jafnframt tímamótaatburðar í sögu Vestmannaeyja. Þessi mikli áhugi og þáttaka sýnir hve mikilvægt það er okkur að halda í heiðri minningunni umn gosnóttina örlagaríku.
Leikfélagi Vestmannaeyja, Landakirkju, tónlistarfólki, innlendum og erlendum gestum sendum við einnig kærar þakkir fyrir sína aðkomu að dagskránni. Síðast en ekki síst þakkar Goslokanefnd þakka þeim ótalmörgu Vestmannaeyingum sem mættu í gönguna og athafnirnar að minnast með okkur þessara erfiða, sorglega en jafnframt tímamótaatburðar í sögu Vestmannaeyja. Þessi mikli áhugi og þáttaka sýnir hve mikilvægt það er okkur að halda í heiðri minningunni umn gosnóttina örlagaríku.