Fara í efni
07.07.2009 Fréttir

Þökkum bæjarbúum, gestum og samstarfsfólki kærlega fyrir ánægulega goslokahelgi

36. ára tímamót gosloka eru yfirstaðin.  Ekki er hægt að segja annað en að allt hafi gengið vel.  Það er ánægulegt að segja frá því að kvöld- og næturskemmtanir í  Skvísusundinu fóru mjög vel fram þrátt fyrir mikinn mannfjölda.
Deildu
 
 
 Við  viljum þakka gestum og  bæjarbúum fyrir þeirra hlut í að skapa hin einstaka goslokaanda, sem við viljum finna á hverri hátíð, þökkum auðvitað sérstakleg þeim sem sýndu hátíðinni áhuga og velvild í verki með því að  kaupa merki hátíðarinnar.  Ágóði þeirra fer uppí kostnað af hátíðarhöldunum.  Við viljum einnig þakka kráareigendum, listamönnum og starfsmönnum hátíðarinnar fyrir einstaklega gott og skemmtilegt samstarf.
 
Helga Björk og Kristín.