Fara í efni
31.10.2022 Fréttir

Þjónustuíbúð við Eyjahraun

Vestmannaeyjabær auglýsir lausa til umsóknir þjónustuíbúð eldri borgara við Eyjahraun 1.

Deildu
Þjónustuíbúðir stuðningsþjónusta Eyjahraun

Íbúðin er ætluð þeim einstaklingum sem þurfa meiri stuðning og aðstoð en hægt er að veita í heimahúsi en heilsufar ekki orðið það slæmt að þörf er fyrir rými á stofnun. Grundvallarþættir mats fyrir þörf á þjónustuíbúð er líkamlegt og andlegt heilsufar umsækjanda.

Íbúðin er 43,6 fermetri. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ. Að auki greiða leigjendur fyrir þjónustupakka, sem m.a. innifelur í sér öryggiskerfi og dagþjónustu á Hraunbúðum.

Umsóknarfrestur er til 18. nóvember nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Fjölskyldu- og fræðslusviðs að Kirkjuvegi 23, en einnig er hægt að sækja um í gegnum íbúagáttina á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is.