Íbúðin er ætluð þeim einstaklingum sem þurfa meiri stuðning og aðstoð en hægt er að veita í heimahúsi en heilsufar ekki orðið það slæmt að þörf er fyrir rými á stofnun. Grundvallarþættir mats fyrir þörf á þjónustuíbúð er líkamlegt og andlegt heilsufar umsækjanda.
Íbúðin er 43,6 fermetri. Leiguverð fylgir leiguverði annarra íbúða hjá Vestmannaeyjabæ. Að auki greiða leigjendur fyrir þjónustupakka, sem m.a. innifelur í sér öryggiskerfi og dagþjónustu á Hraunbúðum.
Umsóknarfrestur er til 18. nóvember nk. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Fjölskyldu- og fræðslusviðs að Kirkjuvegi 23, en einnig er hægt að sækja um í gegnum íbúagáttina á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is.
