Um er að ræða tvær útgáfur af vefnáminu, annars vegar fyrir stofnendur eða framkvæmdastjóra fyrirtækjanna og hins vegar starfsmenn þeirra. Vefnámið er öllum opið og er hægt að nálgast það á www.impra.is undir námskeið.
http://www.nmi.is/impra/namskeid/thjonustugaedi-i-ferdathjonustu/
Einnig er á vef Impru boðið upp á ný reiknilíkön til að gera rekstrar- og fjárhagsáætlanir. Reiknilíkönin eru þrenns konar,
Hugmyndalíkan sem ætlað er fyrir byrjendur í gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana og þá sem vilja á fljótlegan og þægilegan hátt setja upp áætlun.
Grunnlíkan sem bíður upp á áætlun til þriggja ára og hefur verið í boði hjá Impru undanfarin ár.
Til viðbótar er síðan komið Rekstrarlíkan sem er ætlað fyrir starfandi fyrirtæki eða flóknari rekstur til 5 ára. Með því líkani er boðið upp á rafrænt námskeið um gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana. Líkönin eru á www.impra.is undir Reiknilíkön.