Fara í efni
24.04.2006 Fréttir

Þjóðgarðar í sjó

Í dag kl. 17:00 verður opið erindi í Rannsókna- fræðasetri Vestmannaeyja að Strandvegi 50, 3ju hæð. Erindið flytur Sigríður Kristinsdóttir en hún stundar mastersnám við Háskóla Íslands.
Deildu

Í dag kl. 17:00 verður opið erindi í Rannsókna- fræðasetri Vestmannaeyja að Strandvegi 50, 3ju hæð. Erindið flytur Sigríður Kristinsdóttir en hún stundar mastersnám við Háskóla Íslands.

Samantekt: Lokun og verndun svæða er beitt víða við stjórnun fiskveiða m.a. til að viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika og til að vernda náttúru- og menningarminjar. Telja má líklegt að í framtíðinni verði þessu stjórntæki beitt í ríkari mæli hér við land. Ein af forsendunum fyrir slíkri stjórnun er aukin þekking á áhrifum verndunarinnar á lífríki hafsins og nýtingu sjávarafurða. Þó svo verndun á minni svæðum sé mikilvægt stjórnunartæki þá hafa sjónir manna beinst meira að stórum svæðum og þá sérstaklega þar sem svæðum hefur verið lokað fyrir öllum veiðum sem og öðrum áhrifum frá mönnum eins og losun úrgangs eða mengunar vegna eldis. Innan Íslensku efnahagslögsögunnar eru tilölulega fá svæði í sjó sem hafa verið lokuð fyrir öllum veiðum. Eitt helsta svæðið er í innri hluta Breiðafjarðar en það svæði var friðlýst með sérstökum lögum sem sett voru 1995. Auk þessa voru strýturnar í Eyjafirði friðlýstar af umhverfisráðherra árið 2001 sem náttúruvætti. Einnig hafa skyndilokanir verið notaðar á ákveðnum svæðum til að vernda ungviði fisks.

Í þessu verkefni er leitast við að kynna rannsóknir sem lúta að því að skoða forsendur fyrir skilgreiningu þjóðgarða í sjó, gagnsemi og fyrirkomulag verndunar á Íslandsmiðum og hvaða þætti þarf að hafa í huga við stofnsetningu slíkra verndarsvæða. Auk þess er stefnt að því að skrásetja og skilgreina svæði í hafinu kringum Ísland sem fylla ofangreindar forsendur.

Páll Marvin Jónsson

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar.