Fara í efni
02.06.2020 Fréttir

Hreinsunardagur í Vestmannaeyjum

Slökkviliðið lét ekki sitt eftir liggja á hreinsunardeginum

Deildu

Slökkviliðið lét ekki sitt eftir liggja á hreinsunardeginum á laugardaginn þegar nokkrir vaskir kappar úr liðinu mættu saman ásamt starfsmanni Isavia og tóku til á sameiginlega æfingasvæðinu okkar á flugvellinum og svæðinu þar í kring.


Árangurinn lét ekki á sér standa og fljótlega var komin myndarlega hrúga af allskonar dóti sem sumt hvert þurfti bókstaflega að grafa upp úr jarðveginum.
Á eftir var svo boðið upp á hressingu að hætti hússins

Takk fyrir daginn
Slökkviliðsstjóri