Fara í efni
14.07.2023 Fréttir

Þann 2. júlí sl. afhenti Ólafur Tryggvason Vestmannaeyjabæ fuglasafn sitt til varðveislu

Um fimmtíu manns voru viðstaddir opnunina í Sagnheimum

Deildu

Sigurhanna Friðþórsdóttir, safnstjóri Sagnheima þakkaði fyrir höfðinglega gjöf fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar en í safninu eru 24 fuglar, margir þeirra eru einstakir þar sem um svokölluð afbrigði er að ræða.

Tryggvi Már Sæmundsson, sagði nokkur orð fyrir hönd Olla og fjölskyldu. Fram kom í máli hans að hann efaðist um að nokkur annar í heiminum hafi náð að veiða fleiri afbrigði af lunda. En alls eru þau sjö talsins.

Í safninu má m.a. finna lundadrottningu, lundaprins, kolapilta, langvíudrottningu og hvítan hrossagauk. Þá eru í safninu flækingar eins og krákubróðir og tregadúfa.

Olli og fjölskylda telja að safnið eigi best heima hjá Vestmannaeyjabæ og treysta því að þar verði það vel varðveitt.

Opið er í Sagnheimum í Safnahúsinu alla daga frá kl. 10:00-17:00.