Fara í efni
28.06.2006 Fréttir

Þakkir vegna sumarhátíðar leikskólanna.

Kæru verkstjórar og allir þeir unglingar sem aðstoðuðu okkur á Sumarhátíð leikskólanna á Stakkó 21.júní sl.
Deildu

Kæru verkstjórar og allir þeir unglingar sem aðstoðuðu okkur á Sumarhátíð leikskólanna á Stakkó 21.júní sl.

Fyrir hönd barna og starfsmanna á leikskólunum Sóla, Rauðagerði og Kirkjuverði vil ég fá að koma á framfæri kæru þakklæti fyrir frábært framlag ykkar á sumarhátíðinni. Pysla og Pulsi, öll dýrin í Götuleikhúsinu og allir sem aðstoðuðu við skíðagönguna, andlitsmálunina, fallhlífina, krokketið, stelpurnar við poppveiðina, stultu aðstoðarfólkið og allir aðrir, það var alveg sérstaklega ánægjulegt að vinna með ykkur.

Einnig vil ég þakka lögreglumönnunum, þeim Hlyni og Heiðari, trommurunum Haraldi Ara og Hreggviði (Hregga) sem héldu utan um skrúðgönguna og hljóðmanninum Geir Reynis sem sá um að allur bærinn heyrði í okkur þennan morguninn. Einnig þökkum við honum Agli fyrir að aðstoða okkur nú sem endranær með allar aðrar reddingar. Síðast en ekki síst undirbúningsnefndinni, þeim Þórínu og Guðrúnu Helgu á Rauðagerði, Sísí og Mörtu á Sóla og Rögnu og Siggu á Kirkjugerði.

Dagur sem þessi væri lítilfjörlegur án ykkar allra.

Hafið þökk fyrir og sjáumst að ári.

Guðrún Helga Bjarnadóttir, leikskólafulltrúi

Fræðslu- og menningarsvið Vestmannaeyjabæjar