Fara í efni
16.01.2013 Fréttir

ÞAKKARGJÖRÐ

 23. janúar 2013  - 40 ár frá upphafi Heimaeyjargossins.

Deildu
Í ár minnumst við Vestmannaeyingar þess að 40 ár eru frá náttúruhamförunum miklu.  Vegna þessa atburðar verður efnt til sérstakrar þakkargjörðardagskrár miðvikudaginn 23. janúar.  Auk þess verða sýningar á heimildarmyndum um gosið helgina 26. og 27. janúar.

Við hvetjum  alla sem tök hafa á til þess að taka virkan þátt í að minnast þessa afdrifaríka atburðar í sögu Eyjanna  og þakka jafnframt almættinu að ekki fór verr. 

 

Sérstaklega ánægjulegt væri að sjá sem allra flesta í blysförinni frá kirkjunni niður á höfn.  Við hvetjum íbúa Vestmannaeyja einnig til þess að láta jólaljósin loga og kveikja á friðarkertum við hús sín fyrir athafnirnar 23. janúar og minnast þannig giftusamlegrar björgunar.

 

Vestmannaeyjabær og goslokanefnd.

 

 

D A G S K R Á

 

Kl. 13.00 Akóges

Fjöltefli – Helgi Ólafsson stórmeistari teflir við börn og fullorðna.  Áhorfendur eru að sjálfsögðu velkomnir. Verðlaun verða veitt fyrir góða frammistöðu.

 

Kl. 15.00 Við Skansinn/Gjábakkalund. 

Afhjúpun á nýju skilti í tilefni af 80 ára afmæli Sjóveitunnar. Skiltið minnist einnig

gömlu sundlaugarinnar og sundkennslu í Eyjum. 

Kl 16.00 Eymundsson

„Undir hraun“  bók Sigurðar Guðmundssonar „Sigga á Háeyri“  

Sigurgeir Jónsson les úr bókinni, sem kemur út í tilefni tímamótanna. 

 

Kl. 17.00 Sagnheimar

Gosið, flóttinn og flutningar frá Eyjum. - Opnun á sýningu ljósmynda frá gosárinu. 

Afhending afraksturs af Visku námskeiðinu „Húsin í hrauninu“ inn á Heimaslod.is

Frá skjalasafni verða til sýnis  hin ýmsu gögn og skjöl sem tengjast gjöfum til Eyjamanna vegna náttúruhamfaranna.

Einnig verða til sýnis verkefni sem skólabörn hafa unnið í tilefni gosársins.

 

 

Kl. 18.45  komið saman í Landakirkju og safnaðarheimili. HELGISTUND

Kl. 19.00  Blysför frá Landakirkju

Gengið verður niður Kirkjuveginn, að Básaskersbryggju og Herjólfi.

Þakkargjörðarathöfn -  tónlist og ávörp.  Biskup Íslands  séra  Agnes M. Sigurðardóttir fer með bæn.

 

Opið verður á veitingastöðum bæjarins fram eftir kvöldi.

Kl. 20.30 Í Vinaminni flytja Arnór, Helga og Davíð tónlist.

Óli Gränz og Árni Johnsen segja sögur frá upphafi gossins.

 

Kl. 21.00 – 23.00  Í Betel / gömlu höllinni.  Þakkargjörðarhátíð.  

Blítt og létt og fleiri koma fram.

 

Kl. 17.00 - 23.00 Volcano kaffi 25% afsláttur af matseðli. Tónlist við hæfi. 

 

 

 

Bæjarleikhúsið

Laugardagur og sunnudagur 26. og 27 janúar

Kl. 15.00  „Eldeyjan“ heimildarmynd  Ernst Kettlers,  Páls Steingrímssonar og Ásgeirs Long

Kl. 17.00 „Ég lifi“ heimildarmynd Margrétar Jónasdóttur og Magnúsar Viðars Sigurðssonar

 

 

Sýningin í Sagnheimum verður opin frá 10.00-17.00  fimmtudag og föstudag.  Laugardag og sunnudag  frá 13. – 16.00

 

 

Vestmannaeyjabær og Goslokanefnd þakka  Vestmannaeyjahöfn,  Hitaveitu Suðurnesja og Eimskip aðkomu að dagskránni.