Fara í efni
15.02.2023 Fréttir

Það hefur verið margt að gerast hjá okkur í dagdvölinni undanfarna daga og vikur

Við erum að standa í breytingum, en við erum að stækka aðstöðuna okkar til muna og bæta hana til þess að standast kröfur er varða dagdvöl. 

Deildu

Fólkið okkar sem og starfsfólk hafa sýnt óbilandi þolinmæði er varða þessar breytingar en þau mæta ávallt með bros á vör og láta lætin ekki stoppa sig. Starfsemin okkar er enn á sínum stað er varðar virkni og höfum við átt í nægu að snúast. Við förum í virkni minnst tvisvar á dag en þar erum við í góðu samstarfi við iðjuþjálfa sem starfar hjá Vestmanneyjabæ og skipuleggur virkni sem dagdvalarfulltrúinn okkar sinnir ásamt starfsfólki. Leikfimin okkar er á sínum stað en við förum í leikfimi einu sinni á dag og heitu bakstrarnir eru á sínum stað við mikla ánægju. Breytingarnar á aðstöðunni hjá okkur gera okkur kleift að bæta starfsemina okkar til muna og getum við ekki beðið eftir því að taka öll rýmin í notkun og bjóða bæjarbúum að koma og skoða hjá okkur aðstöðuna og starfsemina.