Fara í efni
14.02.2006 Fréttir

Sýslumannembættið kemur færandi hendi í Athvarfið

Enn og aftur kemur sýslumannembættið færandi hendi í Athvarfið Þórsheimilinu. Í þetta sinn gaf embættið Athvarfinu fjórar tölvur við mikinn fögnuð barnana þar. Gjöfin
Deildu

Enn og aftur kemur sýslumannembættið færandi hendi í Athvarfið Þórsheimilinu. Í þetta sinn gaf embættið Athvarfinu fjórar tölvur við mikinn fögnuð barnana þar. Gjöfin kom sér vel því þær tölvur sem voru fyrir eru nánast hættar að sinna hlutverki sínu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sýslumannsembættið gefur gjafir til Athvarfsins því áður hefur það gefið því húsgögn og tölvur. Viljum við færa sýslumannsembættinu okkar hjartans þakklætiskveðjur fyrir gjöfina

Athvarfið er rekið sem félagslegt úrræði fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Þann tíma sem börnin dvelja í Athvarfinu er reynt að hafa jákvæð uppeldisleg áhrif á þau, bæta andlega og líkamlega líðan þeirra og gera þeim kleift að njóta hæfileika sinna og ná sem bestum árangri í leik og starfi. Forráðamenn barns eru þeir aðilar sem fyrst og fremst bera ábyrgð á uppeldi þess. Í starfsemi Athvarfsins er rík áhersla lögð á samstarf við forráðamenn og á stuðning við hlutverk þeirra og skyldur. Athvarfið leggur einnig áherslu á gott samstarf við grunnskólana. Þrír starfsmenn starfa í Athvarfinu og þar eru nú 17 börn.

Jón Pétursson sálfræðingur

Félags- og fjölskyldusviðs