Fara í efni
16.10.2013 Fréttir

Sýning Soffíu Björnsdóttur

Opnar fimmtudaginn 17. okt. kl. 17  í Einarsstofu í Safnahúsi 
Deildu
Um er að ræða fyrstu einkasýningu Soffíu og er ekki oft sem listamaðurinn bíður til átt-ræðs að koma fram með þessum hætti.

Myndirnar sem sýndar verða að þessu sinni eru í einkaeign og því er ekki um sölusýningu að ræða, heldur yfirlitssýningu.

Flestar myndanna eru vatnslita- og olíumyndir sem eru málaðar á námskeiðum hjá Steinunni Einarsdóttur á undanförnum árum. Að meginstofni er um að ræða það sem kalla má sannar Eyjamyndir þar sem náttúran og umhverfið í Eyjum leika lykilhlutverk.

Sýningin opnar sem fyrr segir kl. 17 fimmtudaginn 17. okt. í Einarsstofu og verður boðið upp á kaffi og konfekt.