Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 25. nóvember sl. að lokinni kynningu í samræmi við ákvæði 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021.
Áætlunin í heild er aðgengileg á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar og einnig á vefsíðu Environice
Umhverfismatsskýrsla er birt sem hluti af áætluninni (Viðauki 1) og þar er að finna sérstakan kafla (kafli 8.11) með samantekt um það hvernig umhverfissjónarmið hafa verið felld inn í áætlunina með hliðsjón af samráði um tillögu að áætlun og umhverfismatsskýrslu, sbr. 16. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021.“
