Fara í efni
14.11.2013 Fréttir

Surtsey 50 ára - fimmtudaginn 14. Nóvember

 Vestmannaeyjabær býður í kaffi og tertu  í Surtseyjarstofu kl. 16.00  í dag.

Deildu
 Ljósmyndir frá Surtsey.  Sigurgeir Jónasson og Hjálmar R. Bárðarson .

Flutt verða stutt ávörp í tilefni dagsins.

-          Lovísa Ásbjörnsdóttir frá Náttúrufræðistofnun segir frá stöðu rannsókna í Surtsey.

-          Elliði Vignisson bæjarstjóri  - Surtsey 50 ára. 

Nemendur og kennarar  úr Tónlistarskóla Vestmannaeyja flytja tónlist.   

Eftir móttökuna leiðir Ingvar Atli Sigurðsson jarðfræðingur göngu frá Surtseyjarskiltinu á Breiðabakka,  þar sem hann fer yfir  sögu eyjunnar.

Safnahús

Í Pálsstofu Sagnheima verður 14.-16. nóvember kl. 14 sýnd mynd Páls Steingrímssonar Surtsey sköpun og þróun lands og síðan á opnunartíma byggðasafnsins út nóvember.

Á 1. hæð Safnahúss eru einnig sýndar stórmerkilegar ljósmyndir Sæmundur Ingólfssonar yfirvélstjóra á Alberti sem teknar voru á upphafsstundu gossins og birtust víða.

Allir velkomnir !!