Ákveðið hefur verið að opna sundlaugina á morgun hvítasunnudag frá kl. 10-14. Sundlaugin var vígð í dag laugardag og mikið fjör á svæðinu. Við vonumst til þess að fólk nýti tækifærið á morgun og sóli sig í góða veðrinu á meðan börnin eru við leik. Þess ber að geta að gufubaðið er lokað tímabundið vegna bilunnar.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja